Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 13:58:32 (3405)

2003-12-13 13:58:32# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, GÓJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[13:58]

Guðjón Ólafur Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er með hv. þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs eins og aðra hv. þm. stjórnarandstöðuflokkanna, þeir eru að reyna að hlaupa frá málinu eins hratt og þeir geta. Það er þó eitt atriði sem vakti athygli mína í ræðu hv. þm. og það var varðandi laun formanna stjórnmálaflokka. Mér heyrðist hv. þingmaður vera sammála því baráttumáli formanns síns, hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar, að formenn stjórnmálaflokka sem ekki eru jafnframt ráðherrar fái sérstakt álag á þingfararkaup. Þess vegna langar mig að spyrja hv. þm.: Hvað telur hann eðlilegt að slíkt álag sé hátt fyrir formenn stjórnarandstöðuflokkanna og þar með sinn eigin formann?