Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 14:57:20 (3430)

2003-12-13 14:57:20# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[14:57]

Jónína Bjartmarz (andsvar):

Herra forseti. Mergurinn málsins er sá að samkomulag formanna flokkanna gekk út á tiltekin efnisatriði sem öll eru í þessu frv. Í vinnu allshn., alla þá tíma sem við sátum á fundi, vorum við að reyna að ná fram málamiðlun. Þetta voru ekki eingöngu athugasemdir sem fulltrúar Samf. gerðu á fundi allshn. Það var farið yfir greinar frv. lið fyrir lið og formaður allshn. listaði niður það sem stóð út af borðinu til þess að við næðum fram tiltekinni sátt. Við fórum yfir hverja einustu grein í frv.

Samfylkingarmenn bentu á að þeir vildu fá tiltekin atriði lagfærð. Þær breytingar skiluðu sér inn í brtt. sem meiri hlutinn leggur fram og ég varð ekki vör við það, þegar upp var staðið, að það steytti á neinu sérstöku. Hins vegar sögðu fulltrúar flokksins að þeir næðu ekki samstöðu innan þingflokks síns um að standa að þessu máli.