Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 15:28:58 (3445)

2003-12-13 15:28:58# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[15:28]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Pétur Blöndal hefur spurt eftir því hvort ekki sé skárra að samþykkja þetta frv. heldur en að ráða menn, greinilega ekki vegna hæfni þeirra heldur vegna þess að þeir séu fyrrverandi stjórnmálamenn, í ýmsar stöður, svo sem forstjórastöður ríkisfyrirtækja, sendiherrastöður og aðrar slíkar stöður. Ég segi bara við hv. þm. Pétur Blöndal að svo má böl bæta að benda á annað verra.