Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 15:31:16 (3447)

2003-12-13 15:31:16# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[15:31]

Halldór Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Það er eingöngu til að leiðrétta misminni hv. þm. sem hélt því fram að ég hefði verið uppi með getgátur um það hvaða kostnaður hlytist af þessu frv. í einstökum atriðum sem varðaði einstaka ráðherra. Í ræðu minni tók ég fram að það lægi ekki fyrir tryggingafræðilegt mat og að enn fremur lægju ekki frammi upplýsingar um það hvort einhverjir ráðherrar kynnu að segja af sér eða hætta þingmennsku. Það var því ekki á mínu færi að vera með neinar slíkar ágiskanir enda hef ég ekki verið með þær en geri að öðru leyti ekki athugasemdir við misminni hv. þm.