Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 15:34:33 (3450)

2003-12-13 15:34:33# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[15:34]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er sannarlega pólitískt sjónarmið hjá hv. þm. Halldóri Blöndal og mörgum hans félögum að gera eigi með þessum hætti sérstaklega við embætti forsrh. með þessu frv. Ég ítreka að stjórnarmeirihlutinn sem þetta mál flytur kalli eftir þeim hluta kostnaðarmatsins sem hér var kynntur sem lýtur að embætti forsrh. þannig að það liggi einfaldlega fyrir hvað sú skoðun stjórnarmeirihlutans kostar nákvæmlega svo að hægt sé að ræða hana með málefnalegum hætti í þinginu og taka til hennar afstöðu en sú umræða þurfi ekki að byggjast á getgátum. Ég spyr: Hvers vegna þennan feluleik, virðulegur forseti? Hvers vegna þennan feluleik með það hvað embætti forsrh. kostar í frv. þessu?