Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 16:19:54 (3458)

2003-12-13 16:19:54# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[16:19]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta er alveg skýrt. Frumvarpið var flutt með stuðningi formanns Vinstri grænna. Ákvæði um 50% álag til formanna stjórnmálaflokkanna er flutt með stuðningi hans og stuðningi þess flutningsmanns sem er úr hans flokki. Þetta er alveg kýrskýrt.

Þó svo að þingmenn hans eigin flokks kjósi nú að hlaupa frá stuðningi við þetta ákvæði þá get ég alveg fullyrt það að formaður Vinstri grænna, hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon, hefur fullan stuðning þingmanna Framsfl. til að ná þessu fram.