Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 16:21:36 (3459)

2003-12-13 16:21:36# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[16:21]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki hægt að hlaupa frá einhverju sem búið er að lýsa yfir að ekki sé stuðningur við. Þá er ekki verið að hlaupa frá málinu. Það rétta er að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs, gerði grein fyrir því að ekki væri stuðningur við málið þannig að það er enginn að hlaupa frá því. Þannig stendur það.

Málið var unnið í fullum trúnaði meðal formanna flokkanna. Steingrímur J. Sigfússon heldur fullan trúnað. Þess vegna vissi hvorki þingflokkurinn né ég um málið fyrr en umræddan miðvikudag að það var kynnt fyrir mér og þingflokknum.

Ég vil endurtaka að það eru ákveðnar forsendur fyrir því að ég er meðflutningsmaður. En það verður að vera alveg ljóst að við erum ekki að hlaupa frá málinu af því að ekki var stuðningur við það innan Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs. Við svíkjum því ekki neitt.