Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 16:24:53 (3463)

2003-12-13 16:24:53# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[16:24]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Nú koma enn nýjar upplýsingar inn í umræðuna. Nú er upplýst að þingflokkur Frjálsl. ræddi málið aldrei efnislega, (GÁS: Þetta er að snúa út úr.) tók aldrei málið fyrir til að ræða efnisatriði þess og móta sér afstöðu um það. Þetta eru alveg nýjar upplýsingar. Ég verð að segja, herra forseti, að það eykur ekkert trúverðugleika flokksins ef þingflokkurinn í svona stóru máli, svona mikilsverðu máli eins og hann metur það núna, hefur ekki einu sinni haft fyrir því að ræða það.