Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 16:42:57 (3469)

2003-12-13 16:42:57# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[16:42]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Það eru vissulega rök fyrir að bæta kjör formanna stjórnarandstöðuflokkanna. Ég tel að réttast sé að falla frá sérstökum álagsgreiðslum að sinni og fela þess í stað Kjaradómi að meta þetta atriði sérstaklega eða með hvaða hætti styrkja megi stöðu formanna stjórnarandstöðuflokkanna og færa hana nær kjörum forustumanna stjórnarflokkanna.

Herra forseti. Hvað varðar álagsgreiðslur fyrir ákveðin embætti alþingismanna tel ég rétt að Kjaradómi verði einnig falið að úrskurða álagsgreiðslur eins og sjálft þingfararkaupið.