Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Mánudaginn 15. desember 2003, kl. 11:41:38 (3478)

2003-12-15 11:41:38# 130. lþ. 51.4 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 130. lþ.

[11:41]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Þuríður Backman, sem er ein af fimm flytjendum málsins og mun væntanlega samþykkja það þegar það kemur til atkvæðagreiðslu, leggur fram tillögu um að eftir að Alþingi er búið að samþykkja tillöguna sé hún samt ekki samþykkt. Þetta er alveg með ólíkindum. Það á að taka málið aftur upp einhvern tíma seinna og segja: Þetta er allt í plati. Við eigum að samþykkja lögin aftur. Hvers lags lagasetning er þetta, herra forseti?