Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Mánudaginn 15. desember 2003, kl. 11:42:59 (3480)

2003-12-15 11:42:59# 130. lþ. 51.4 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 130. lþ.

[11:42]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Tillagan gengur út á það að við lögin bætist ákveðin grein. Hér verða lögin samþykkt væntanlega með tilstuðlan flutningsmanns sem mun samþykkja sína eigin tillögu, nema hvað, en í greininni stendur: ,,Lög þessi koma þó eigi til framkvæmda fyrr en nefnd sem Alþingi kýs með fulltrúum allra þingflokka hefur farið yfir ákvæði þeirra í því skyni að ná sátt um þau, skilað Alþingi tillögum og þingið tekið afstöðu til þeirra.``

Það á að samþykkja frv. aftur eftir að það er orðið að lögum, landslögum í landinu. Hvað á þetta að þýða?