Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 15. desember 2003, kl. 12:46:37 (3497)

2003-12-15 12:46:37# 130. lþ. 51.5 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, JÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 130. lþ.

[12:46]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Verið er að greiða atkvæði um tillögu þar sem gert er ráð fyrir að sett verði gólf í hinu svokallaða dagabátakerfi og var löngu tímabært að gera það. Lögin eru þannig úr garði gerð að aflaheimildir þar skerðast árlega um 10% og það stefnir mjög hratt í að grundvelli verði kippt undan þeirri útgerð allri. Þess vegna munum við samfylkingarmenn styðja fyrri hluta þeirrar tillögu sem hér liggur fyrir.

Síðari hlutinn fjallar um að síðan verði bætt við eftir því sem fiskstofnar hressast. Það teljum við að sé ofrausn á þessari stundu.