Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 15. desember 2003, kl. 12:50:26 (3499)

2003-12-15 12:50:26# 130. lþ. 51.5 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, KLM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 130. lþ.

[12:50]

Kristján L. Möller:

Hæstv. forseti. Það frv. sem við greiðum atkvæði um er illa undirbúið sem m.a. hefur það í för með sér að byggðakvótar og uppbót til krókaaflamarksbáta er afnumin. Við þær breytingar munu m.a. byggðarlög eins og Ísafjörður tapa 600 tonnum, Bolungarvík rúmum 420 tonnum, Tálknafjörður 415 tonnum, Vesturbyggð tapar 281 tonni, Stöðvarfjörður tapar 123 tonnum og svona má lengi telja. Sjómenn þessara byggðarlaga og annarra munu nú þurfa að hefja kappróður til að freista þess að ná í hlut af hinni 16% línuívilnun áður en hæstv. sjútvrh. mun stöðva þá kappróðra hvers ársfjórðungs.

Herra forseti. Þetta er illa unnið frv. sem gengur gegn hagsmunum mjög margra byggðarlaga á einn eða annan hátt og því greiði ég atkvæði gegn frv.