Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Mánudaginn 15. desember 2003, kl. 12:53:18 (3501)

2003-12-15 12:53:18# 130. lþ. 51.4 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 130. lþ.

[12:53]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Virðulegi forseti. Í tillögu hv. þm. Þuríðar Backman birtist í raun sú leið sem við í þingflokki Samf. vildum að farin yrði við gerð þessa frv. Meðal annars af þeim sökum að ekki var fallist á að skoða málið betur getur Samf. ekki stutt það frv. sem hér er til umræðu.

Hins vegar, virðulegi forseti, lít ég svo á að slíka vinnu á borð við þá sem hér er lögð til verði að framkvæma áður en frv. verður að lögum. Ég tel það ekki tækt að löggjafarþing Íslendinga samþykki að vinna undirbúningsvinnu að gerð frv. eftir að frv. er samþykkt og því munum við sitja hjá við þessa tillögu þótt hugsunin og sá vilji sem í henni kemur fram sé vissulega góðra gjalda verður.