Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Mánudaginn 15. desember 2003, kl. 12:57:15 (3504)

2003-12-15 12:57:15# 130. lþ. 51.4 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 130. lþ.

[12:57]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Þetta frv. hefur verið kynnt sem nauðsynleg endurskoðun á lífeyrisréttindum þingmanna, ráðherra og hæstaréttardómara. Á slíkri endurskoðun var full þörf. Ýmsir telja að vel hafi tekist til. Umframréttindi þingmanna gagnvart landsmönnum almennt eru jafnvel réttlætt með því að margir þeirra verði fyrir skerðingu frá því sem nú er þótt enginn reyni að halda slíku fram um ráðherra enda eru þeim búin sérstök vildarkjör með þessari lagasetningu. Mín skoðun er sú að lífeyrisréttindi alþingismanna, ráðherra, hæstaréttardómara og forseta Íslands eigi að lúta sömu meginlögmálum og landsmenn almennt búa við. Það er ekki gert með frv. Þvert á móti er fest í sessi mismunun og misrétti. Ég greiði atkvæði gegn frv. og stéttaskiptingarhugsun sem það byggir á.