Fundargerð 130. þingi, 51. fundi, boðaður 2003-12-15 10:00, stóð 10:00:00 til 13:03:43 gert 15 14:5
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

51. FUNDUR

mánudaginn 15. des.,

kl. 10 árdegis.

Dagskrá:

Fjarvistarleyfi:

Lagt fram á lestrarsal:

[Fundarhlé. --- 10:05]

[11:31]

Útbýting þingskjala:


Afbrigði um dagskrármál.

[11:32]


Kosning fjögurra manna og jafnmargra varamanna í stjórnarnefnd Landspítala -- háskólasjúkrahúss til fjögurra ára, frá 22. des. 2003, skv. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 97 28. des. 1990, um heilbrigðisþjónustu.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Þórir Kjartansson verkfræðingur (A),

Margrét S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri (B),

Esther Guðmundsdóttir þjóðfélagsfræðingur (A),

Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri (B).

Varamenn:

Auður Guðmundsdóttir markaðsstjóri (A),

Ari Skúlason framkvæmdastjóri (B),

Sigríður Finsen hagfræðingur (A),

Svandís Svavarsdóttir táknmálsfræðingur (B).


Kosning þriggja manna og jafnmargra varamanna í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar til tveggja ára frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2005, skv. ályktun Alþingis 24. ágúst 1881, um reglur um Gjöf Jóns Sigurðssonar, sbr. ályktanir Alþingis 6. maí 1911 og 29. apríl 1974, um breytingar á henni.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Jón G. Friðjónsson prófessor (A),

Ragnheiður Sigurjónsdóttir forstöðukona (B),

Magdalena Sigurðardóttir skólafulltrúi (A).

Varamenn:

Brynhildur Anna Ragnarsdóttir kennari (A),

Ingibjörg Sigmundsdóttir garðyrkjumaður (B),

Ólafía Ingólfsdóttir skrifstofumaður (A).


Frestun á fundum Alþingis, ein umr.

Stjtill., 461. mál. --- Þskj. 668.

[11:35]

[11:36]

Till. afgr. sem ályktun Alþingis (þskj. 719).


Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, 3. umr.

Frv. HBl o.fl., 447. mál. --- Þskj. 706, brtt. 717.

[11:36]

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.


Stjórn fiskveiða, 3. umr.

Stjfrv., 428. mál (línuívilnun o.fl.). --- Þskj. 705, brtt. 667.

[11:44]

[12:45]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 720).


Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, frh. 3. umr.

Frv. HBl o.fl., 447. mál. --- Þskj. 706, brtt. 717.

[12:52]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 721).


Veiting ríkisborgararéttar, 3. umr.

Frv. allshn., 450. mál. --- Þskj. 643.

Enginn tók til máls.

[12:59]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 722).


Tollalög, 3. umr.

Frv. landbn., 460. mál (landbúnaðarhráefni). --- Þskj. 662.

Enginn tók til máls.

[12:59]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 723).


Þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður, 3. umr.

Frv. HBl o.fl., 186. mál (breytt kjördæmaskipan o.fl.). --- Þskj. 714.

Enginn tók til máls.

[13:00]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 724).

[13:00]

Útbýting þingskjals:


Jólakveðjur.

[13:01]

Forseti óskaði þingmönnum og starfsliði Alþingis gleðilegra jóla og þakkaði fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Bryndís Hlöðversdóttir, 3. þm. Reykv. n., þakkaði fyrir hönd þingmanna og óskaði forseta gleðilegs árs.


Þingfrestun.

[13:02]

Forsætisráðherra Davíð Oddsson las forsetabréf um að þingi væri frestað til 28. janúar 2004.

Fundi slitið kl. 13:03.

---------------