Fundargerð 130. þingi, 132. fundi, boðaður 2004-05-28 23:59, stóð 20:28:36 til 20:38:28 gert 1 9:21
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

132. FUNDUR

föstudaginn 28. maí,

að loknum 131. fundi.

Dagskrá:


Afbrigði um dagskrármál.

[20:29]


Kosning eins aðalmanns í yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður, í stað Haralds Blöndals, til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, skv. 13. gr. laga nr. 24 16. maí 2000, um kosningar til Alþingis.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosinn væri án atkvæðagreiðslu:

Brynjar Þ. Níelsson hæstaréttarlögmaður.

Þar sem varamaður var kjörinn aðalmaður lagði forseti til að þegar yrði kjörinn nýr varamaður í hans stað. Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosinn væri án atkvæðagreiðslu:

Heimir Örn Herbertsson héraðsdómslögmaður.


Veiðieftirlitsgjald, 3. umr.

Stjfrv., 787. mál (afnám gjalds). --- Þskj. 1198.

Enginn tók til máls.

[20:31]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1889).


Umgengni um nytjastofna sjávar, 3. umr.

Stjfrv., 875. mál (landanir erlendis, undirmálsfiskur). --- Þskj. 1333.

Enginn tók til máls.

[20:31]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1890).


Þingfrestun.

[20:32]

Forseti flutti stutt yfirlit yfir störf þingsins og þakkaði alþingismönnum fyrir samstarfið á liðnum vetri og óskaði þingmönnum og starfsfólki gleðilegs sumars.

Ögmundur Jónasson, 9. þm. Reykv. s., færði forseta þakkir þingmanna fyrir forsetastörf.

Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, las forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.

Fundi slitið kl. 20:38.

---------------