Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 400  —  1. mál.




Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2004.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (MS, DrH, GHall, BjarnB, BJJ, SÞorg).



    1.     Við 6. gr. Liður 2.23 orðist svo:
         Að selja fasteignina Grensásveg 12 í Reykjavík og verja hluta andvirðisins til Háskóla Íslands.
    2.     Við 6. gr. Nýir liðir:
         2.28    Að selja fasteignirnar Túngötu 1 og 3, Hvanneyri, Borgarfirði.
        2.29    Að selja prestssetrið að Sunnubraut 12, Búðardal, Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi.
         2.30 Að selja prestssetrið að Hólum í Hjaltadal.
         2.31    Að selja gamla prestsseturshúsið að Útskálum, Kjalarnesprófastsdæmi.
    3.     Við 6. gr. Liður 3.1 orðist svo:
         Að selja eignarhlut ríkisins í sprengiefnageymslu við Suðurlandsveg, Reykjavík.
    4.     Við 6. gr. Nýir liðir:
         3.32    Að selja eignarhlut ríkisins í Öldugötu 17, Reykjavík.
         3.33    Að selja eignarhlut ríkisins í Hraunbæ 102d–102e.
    5.     Við 6. gr. Nýir liðir:
         4.44    Að selja jörðina Brekkusel í Hróarstungu, Norður-Héraði.
         4.45    Að selja jörðina Laxárhlíð í Hrunamannahreppi, Árnessýslu.
         4.46    Að selja jörðina Skriðu í Breiðdalshreppi, Suður-Múlasýslu.
         4.47    Að selja jörðina Langholt í Meðallandi, Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu.
         4.48    Að selja jörðina Glaumbæ, Staðarsveit, Snæfellsbæ.
         4.49    Að selja jörðina Hærukollsnes í Álftafirði, Djúpavogshreppi, Suður-Múlasýslu.
         4.50    Að selja hluta jarðarinnar Kotmúla í Fljótshlíð, Rangárþingi eystra, Rangárvallasýslu.
         4.51    Að selja hluta jarðarinnar Norðurgarðs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Árnessýslu.
         4.52    Að selja hluta jarðarinnar Árnanes í Hornafirði, Austur-Skaftafellssýslu.
        4.53    Að selja hluta jarðarinnar Þinganes í Hornafirði, Austur-Skaftafellssýslu.
        4.54    Að selja hluta jarðarinnar Sveinagarða í Grímsey, Eyjafjarðarsýslu.
        4.55    Að selja hluta jarðarinnar Sveinsstaða í Grímsey, Eyjafjarðarsýslu.
        4.56    Að selja hluta prestssetursjarðarinnar Holts undir Eyjafjöllum, Rangárvallaprófastsdæmi.
        4.57    Að selja jörðina Flateyri, Fjarðabyggð, Suður-Múlasýslu.
        4.58    Að selja jörðina Framnes, Fjarðabyggð, Suður-Múlasýslu.
        4.59    Að selja jörðina Hraun, Fjarðabyggð, Suður-Múlasýslu.
        4.60    Að selja jörðina Sómastaði, Fjarðabyggð, Suður-Múlasýslu.
        4.61    Að selja jörðina Sómastaðagerði, Fjarðabyggð, Suður-Múlasýslu.
        4.62    Að selja hluta jarðarinnar Hólma, Fjarðabyggð, Suður-Múlasýslu.
         4.63    Að selja lóðarspildu í eigu ríkisins við Þorragötu í Reykjavík.
    6.     Við 6. gr. Nýir liðir:
         5.4        Að selja hlutabréf ríkissjóðs í eignarhaldsfélagi Verðbréfaþings Íslands.
         5.5        Að selja hlut ríkissjóðs í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar.
    7.     Við 6. gr. Nýir liðir:
         6.29    Að kaupa hluta jarðarinnar Framnes, Fjarðabyggð, Suður-Múlasýslu.
         6.30    Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir Lýðheilsustöð.
         6.31    Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir fjölbrautaskóla á Snæfellsnesi.
         6.32    Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir embætti ríkissaksóknara.
    8.     Við 6. gr. Nýr liður:
         7.11    Að greiða hlut ríkisins í undirbúningskostnaði Austurhafnar TR sem stofnað var á grundvelli samnings við Reykjavíkurborg um rekstur og byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík.