Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 442  —  1. mál.




Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2004.

Frá Steingrími J. Sigfússyni, Þuríði Backman, Kolbrúnu Halldórsdóttur,
Jóni Bjarnasyni og Álfheiði Ingadóttur.


Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breyting á sundurliðun 1:
        Við II Aðrar rekstrartekjur
        8.2.2 Arðgreiðslur frá öðrum opinberum stofnunum          3.226,0     -1.000,0     2.226,0

Greinargerð.


    Breytingartillaga þessi er lögð fram til að tryggja fjármagn til átaks í fjarskiptamálum á landsbyggðinni. Lagt er til að lækka arðgreiðslu Landsímans um einn milljarð kr. og nota þá fjármuni ríkissjóðs í átakið. Bætt fjarskipti á landsbyggðinni eru mikilvæg byggðaaðgerð og hefur þeim málum engan veginn verið nægilega sinnt af núverandi ríkisstjórn. Því er mikilvægt við gerð fjárlaga þessa árs að eyrnamerkja fjármagn í það verkefni. Mikilvægast er að klára uppbyggingu GSM-dreifikerfisins um allt land sem og uppbyggingu hraðvirks gagnaflutningskerfis er nær til allra landsmanna. Má í þessu sambandi benda á tillögur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um breiðbandsvæðingu landsins frá 128. löggjafarþingi og fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um aðgang landsmanna að GSM-farsímakerfinu.