Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 419. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 601  —  419. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið.
    Með frumvarpinu er lagt til að mál sem varða umferð og eftirlit með ökutækjum verði flutt frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti til samgönguráðuneytis. Eftirlit með framkvæmd umferðarlaga og yfirstjórn Umferðarstofu heyri því framvegis undir samgönguráðuneyti.
    Nefndin telur eðlilegt að umferðarmál heyri undir það ráðuneyti sem ábyrgð ber á vegamálum og tekur sérstaklega fram að afskipti lögreglu vegna brota á umferðarlögum og slysa í umferðinni breytast ekki frekar en rannsókn og saksókn í slíkum málum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Katrín Júlíusdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Kolbrún Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi er samþykk afgreiðslu málsins.

Alþingi, 9. des. 2003.



Bjarni Benediktsson,


form., frsm.


Guðrún Ögmundsdóttir.


Jónína Bjartmarz.



Birgir Ármannsson.


Sigurjón Þórðarson.


Sigurður Kári Kristjánsson.



Ágúst Ólafur Ágústsson.


Sigurrós Þorgrímsdóttir.