Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 401. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 615  —  401. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf Pál Gunnarsson frá fjármálaráðuneytinu, Hauk Hafsteinsson frá Landssambandi lífeyrissjóða og Elsu B. Friðfinnsdóttur og Helgu B. Ingimundardóttur frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.
    Þá barst nefndinni umsögn um málið frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.
    Með frumvarpinu eru lagðar til tvær breytingar. Lagt er til að trúnaðarlæknir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins meti orkutap sjóðfélaga í stað tryggingayfirlæknis. Með breytingunni er framkvæmd þessa mats færð til samræmis við það sem tíðkast meðal annarra lífeyrissjóða.
    Þá er í frumvarpinu lögð til breyting á aðildarskilyrðum að sjóðnum. Breytingin hefði í för með sér að frá og með 1. janúar 2004 gætu launagreiðendur, sem reka þjónustu sem ekki eru að fullu í eigu ríkis eða sveitarfélaga, ekki óskað eftir því að greiða iðgjöld til sjóðsins fyrir starfsmenn sína. Álit nefndarinnar er að heildstæða skoðun þurfi á aðildarskilyrðum sjóðsins áður en slík breyting er gerð.
    Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:

    2. gr. falli brott.

    Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 9. des. 2003.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Gunnar Birgisson.



Birgir Ármannsson.


Páll Magnússon.


Lúðvík Bergvinsson.



Ögmundur Jónasson.