Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 328. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 617  —  328. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf Pál Gunnarsson frá fjármálaráðuneytinu og Hauk Hafsteinsson frá Landssambandi lífeyrissjóða.
    Með frumvarpinu er lagt til að trúnaðarlæknir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins meti orkutap sjóðfélaga í stað tryggingayfirlæknis. Með breytingunni er framkvæmd þessa mats færð til samræmis við það sem tíðkast meðal annarra lífeyrissjóða.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Össur Skarphéðinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 9. des. 2003.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Gunnar Birgisson.



Birgir Ármannsson.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Páll Magnússon.



Ögmundur Jónasson.


Lúðvík Bergvinsson.