Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 186. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 665  —  186. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, nr. 88/1995, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðanna „Reykjavíkur og Reykjaness“ í 1. mgr. kemur: Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis.
                  b.      Í stað orðanna „Reykjavíkur eða nágrennis“ hvarvetna í greininni kemur: Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis.
                  c.      Í stað orðanna „annað heimili í Reykjavík“ í 3. mgr. kemur: annað heimili í Reykjavíkurkjördæmi suður eða norður eða Suðvesturkjördæmi.
     2.      Við bætist ný grein, 2. gr., er orðist svo:
                  12. gr. laganna orðast svo:
                  Alþingismaður á rétt á fæðingar- og foreldraorlofi og fer um lengd þess og greiðslur meðan það varir samkvæmt lögum nr. 95/2000. Þeir alþingismenn sem halda tvö heimili og fá álag á húsnæðis- og dvalarkostnað, sbr. 3. mgr. 6. gr., halda þó greiðslum skv. 1. mgr. 6. gr.
                  Alþingismaður nýtur slysa- og ferðatrygginga.
                  Forsætisnefnd getur sett nánari reglur um framkvæmd og greiðslur samkvæmt þessari grein.
     3.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Réttur þeirra sem eru í fæðingarorlofi við gildistöku laganna fer eftir eldri ákvæðum, svo og réttur þeirra sem hafa öðlast rétt til fæðingarorlofs en ekki hafið töku þess.