Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 428. máls.


130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 666  —  428. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá minni hluta sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin leitaði upplýsinga eftir föngum um áhrif þeirra breytinga sem felast í frumvarpinu á þeim stutta tíma sem gafst til umfjöllunar um málið. Rætt var við fulltrúa sjávarútvegsráðuneytisins og Hafrannsóknastofnunarinnar. Nefndinni gafst ekki sá tími sem hefði þurft til að hafa samráð við hagsmunaaðila. Við umfjöllun í nefndinni kom þó mjög skýrt í ljós að málið er afar illa undirbúið af hendi sjávarútvegsráðuneytisins.
    Þegar fulltrúar helstu hagsmunaaðila komu á fund nefndarinnar var þeim gert að tala fyrir máli sínu að viðstöddum öðrum hagsmunaaðilum sem hafa mjög andstæðar skoðanir á málinu. Þetta er nýjung í starfi sjávarútvegsnefndar sem féll í fremur grýttan jarðveg hjá fulltrúum Landssambands íslenskra útvegsmanna, Sjómannasambandsins, Farmanna- og fiskimannasambandsins og Vélstjórafélagsins sem allir gengu af fundinum í mótmælaskyni. Starfandi formaður nefndarinnar hafnaði ósk minni hlutans um fundarhlé til að bera klæði á vopnin. Nefndin ræddi síðan við þá sem eftir sátu sem voru fulltrúar Landssambands smábátaeigenda og dagabáta. Þá komu á fund nefndarinnar fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Sambandi fiskvinnslustöðva og Landssambandi fiskvinnslu án útgerðar.
    Allir hagsmunaaðilar sem nefndin ræddi við og fékk umsagnir frá lögðust gegn því að málið yrði afgreitt, að frátöldum fulltrúa ASÍ sem tók ekki afstöðu til þess en sagði skoðanir skiptar hjá sínu fólki.
    Við umfjöllun nefndarinnar um einstakar greinar frumvarpsins kom í ljós að meiri hlutinn hugðist taka málið óbreytt út úr nefndinni að undanskilinni einni orðalagsbreytingu auk þeirrar breytingar að við ráðstöfun aflaheimilda skv. 9. gr. laganna yrði ráðherra óbundinn af því hvort um væri að ræða úthlutun vegna aflabrests eða vegna atvinnuvanda í byggðarlögum vegna skorts á veiðiheimildum.
    Það er skoðun minni hlutans að málið sé allt vanreifað og stórgallað. Hleypa á af stað kapphlaupi vegna línuívilnunar í þorski fjórum sinnum á ári. Ráðherra á svo að ákveða hvort ástæða þykir til að hafa sama hátt á vegna annarra tegunda.
    Byggðakvóti yrði lagður af á tveim árum samkvæmt frumvarpinu. Í stað hans yrði öllum aðgerðum vegna vanda sjávarbyggða beint inn í 12.000 tonna pott skv. 9. gr. laganna og öll framkvæmd sett undir yfirstjórn sjávarútvegsráðherra sem hefur reyndar lýst sig almennt andvígan byggðakvóta. Það er álit minni hlutans að veruleg hætta sé á því að aflaheimildir sem falla undir byggðakvóta nú glatist úr byggðarlögum sem hafa þurft sárlega á þeim að halda.
    Afnám byggðakvótans og skerðingar á aflaheimildum krókabáta sem felast í frumvarpinu virðast á ýmsum stöðum geta orðið umtalsvert meiri en hugsanleg línuívilnun miðað við veiðar á síðustu árum. Ekki verður séð í fljótu bragði hvernig byggðavandaákvæði nýtast á móti skerðingunum. Á meðan málið hefur ekki verið skýrt betur virðist staða byggðarlaga sem hafa haft byggðakvóta eða umtalsverðar veiðiheimildir í byggðapotti krókaaflamarksbáta í algeru uppnámi. Það er sérstök ástæða til að gagnrýna að ekki skuli liggja fyrir upplýsingar um hvaða heimildir verða til ráðstöfunar fyrir einstök byggðarlög sem hafa þurft að treysta á úrræðin sem nú á að leggja af.
    Þá bendir minni hlutinn á að bátar sem nota beitningatrektar fá ekki ívilnun þótt slíkar veiðar séu í raun mjög sambærilegar og mikil spurning er hvort jafnræðis sé gætt með því að sniðganga þann flokk báta fyrst línuívilnun er á annað borð komið á.
    Ekki er tekið á málefnum dagabáta í frumvarpinu en skerðing á veiðirétti þeirra er nú þegar mikil. Bátarnir höfðu 23 daga áður en 19 nú og stefnir hratt í að útgerð margra þeirra leggist af á næstu árum. Slíkt hefði mikil byggðaleg áhrif þar sem engin nýliðun er í útgerð fiskiskipa við Ísland.
    Samkvæmt frumvarpinu yrði ráðherra gefin heimild til verulegrar aukningar á svokallaðri tegundatilfærslu sem felst í því að útgerðarmenn mega breyta einni fisktegund í aðra. Þetta er afar umdeilt fyrirkomulag. Auk þess hafa úrræði til að koma með aukaafla að landi verið rýmkuð nýlega með svokölluðum hafróafla. Nýting tegundatilfærslu hefur stundum orðið til þess að ákveðin tegund hefur ekki verið fullnýtt og einnig hefur hún leitt til þess að meira hefur verið veitt af einstökum tegundum en Hafrannsóknastofnunin hefur ráðlagt.
    Ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu línuívilnun í aðdraganda síðustu kosninga. Sjávarútvegsráðherra lýsti því margsinnis yfir í sumar að hann þyrfti drjúgan tíma til að undirbúa málið. Þrýstingur frá starfandi formanni sjávarútvegsnefndar Alþingis virðist hafa valdið því að ráðherrann kastar nú algerlega vanbúnu máli fram til umfjöllunar á Alþingi.
    Minni hlutinn átelur harðlega þessi vinnubrögð við undirbúning málsins og leggst gegn samþykkt þess.


Alþingi, 11. des. 2003.



Jóhann Ársælsson,


frsm.


Kristján L. Möller.


Jón Gunnarsson.



Grétar Mar Jónsson.



Fylgiskjal I.

Ályktun frá fundi formanna aðildarfélaga
Sjómannasambands Íslands um línuívilnun.


    Fundur formanna aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands haldinn 17. og 18. október 2003 mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að taka upp svokallaða línuívilnun til dagróðrabáta sem róa með línu. Jafnframt mótmælir fundurinn nú sem endranær hvers konar sértækum aðgerðum stjórnvalda við úthlutun aflaheimilda, nema sérstakar aðstæður skapist vegna aflabrests á einstökum fisktegundum.
    Öllum ætti að vera ljóst, þar sem heildarafli er takmarkaður, að verði einum hópi útgerða veitt ívilnun í aflahlutdeild eða aflamarki hlýtur sú ívilnun að verða tekin frá öðrum. Slíkt leiðir aðeins til mismununar innan atvinnugreinarinnar.
    Línuívilnunin sem rætt er um að taka upp mun að stærstum hluta koma til smábáta. Frá því aflamarkskerfið var tekið upp hafa smábátar aukið afla sinn verulega á kostnað aflamarksskipa og ljóst að með kröfu um línuívilnun er ætlunin að ná enn stærri hluta af veiðiheimildunum til smábátaflotans. Fundurinn mótmælir sífelldri undanlátssemi við þennan bátaflokk og krefst þess af stjórnvöldum að þau láti nú þegar af þeirri undanlátsstefnu við smábáta sem stunduð hefur verið undanfarin ár. Fylgiskjal II.

Aðalsteinn Þorsteinsson,
forstjóri Byggðastofnunar:


Bréf til sjávarútvegsnefndar.
(11. desember 2003.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal III.

Samtök eigenda sjávarjarða:

Bréf til sjávarútvegsnefndar.
(8. desember 2003.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal IV.


Jóhann Ársælsson, Kristján L. Möller
og Jón Gunnarsson:


Ósk um upplýsingar frá sjávarútvegsráðuneyti
vegna máls nr. 428.


     1.      Yfirlit og skipting eftir sveitarfélögum og nýjum kjördæmum á afla krókaflamarksbáta sbr. 2. gr b. sem fellur út, samkvæmt frumvarpinu skipt eftir tegundum.
             3. mgr. verður nýtt ákvæði til bráðabirgða við lögin og jafnframt koma tveir nýir málsliðir í stað 1. málsl., svohljóðandi: Á fiskveiðiárinu 2004/2005 er sjávarútvegsráðherra heimilt að úthluta samtals 500 lestum af ýsu, 500 lestum af steinbít og 150 lestum af ufsa, miðað við óslægðan fisk, til krókaaflamarksbáta sem gerðir eru út frá sjávarbyggðum sem að verulegu leyti eru háðar veiðum krókaaflamarksbáta. Á fiskveiðiárinu 2005/2006 skal ráðherra úthluta með sama hætti 250 lestum af ýsu, 250 lestum af steinbít og 75 lestum af ufsa.
            Athugasemdir við 2. gr.
            Í b-lið þessarar greinar er lagt til að heimild ráðherra til úthlutunar aflaheimilda til krókaaflamarksbáta minnki um helming frá yfirstandandi fiskveiðiári til ársins 2004/2005 og loks aftur um helming frá því ári til ársins 2005/2006. Í ljósi þess að lagt er til að heimildin falli síðan niður þykir fara betur á því að ákvæðið sé gert að bráðabirgðaákvæði.
     2.      Yfirlit yfir veiddan afla á línu skipt eftir tegundum og skipt eftir sveitarfélögum og nýjum kjördæmum, síðastliðin fimm fiskveiðiár.
     3.      Yfirlit og skipting á byggðakvóta eftir sveitarfélögum og hinum nýju kjördæmum, sem fellur út samkvæmt frumvarpinu.
                  a.      Byggðakvóti sem Byggðastofnun útdeilir.
                  b.      Byggðakvóti sem ráðherra útdeilir.
     4.      Yfirlit yfir úthlutaðan byggðakvóta nú nýlega (ráðherrakvóti)
                  a.      Hjá hverjum hefur verið samþykkt?
                  b.      Hjá hverjum hefur verið frestað/hafnað?
                  c.      Hvaða dagsetningar hafa verið í gangi varðandi þennan kvóta?
     5.      Yfirlit yfir úthlutanir á kvóta samanber 9. gr síðustu 5 fiskveiðiár, hverjir hafa fengið og hvers vegna?
                  a.      Dagsetningar á úthlutun vegna 9. gr.
                  b.      Dagsetningar á úthlutun á „restinni“.
     6.      Hvenær hófst vinna í ráðuneytinu við gerð þessa frumvarps?
        Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
               a.      2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Þá getur ráðherra ákveðið að eftirstöðvum aflaheimilda, sem ráðherra hefur til ráðstöfunar skv. 1. málsl., eða hluta þeirra, verði ráðstafað í samráði við Byggðastofnun til stuðnings byggðarlögum, þannig:
     7.      Hvaða byggðarlög, að mati ráðuneytisins, mundu koma til greina m.v. stöðuna í dag á úthlutun byggðakvóta samanber 2 gr. a?
                  a.      Til minni byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og háð eru veiðum á bolfiski.
     8.      Hvaða byggðarlög, að mati ráðuneytisins, mundu koma til greina m.v. stöðuna í dag á úthlutun byggðakvóta samanber 2 gr. b?
                  b.      Til byggðarlaga sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað hafa afla í viðkomandi byggðarlögum og sem veruleg áhrif hefur haft á atvinnuástand í byggðarlögunum.
     9.      Hver verður skipting á þessum afla (3.375 tonnum) skipt eftir ársfjórðungum:
                  a.      sept. – nóv.,
                  b.      des. – febr.,
                  c.      mars – maí,
                  d.      júní – ágúst?
             Línuívilnun í þorski skal á hverju fiskveiðiári takmarkast við 3.375 lestir af óslægðum þorski og skal það magn skiptast innan hvers fiskveiðiárs á fjögur þriggja mánaða tímabil frá 1. september að telja, hlutfallslega með hliðsjón af þorskveiðum línubáta á árinu 2002.
     10.      Hver verður heildarniðurskurður í tonnum talið og skipt eftir tegundum samanber þetta frumvarp, þ.e. vegna byggðakvótanna og úthlutunar til krókaaflamarksbáta sbr. 2. gr.? Skipt eftir sveitarfélögum og hinum nýju kjördæmum.
     11.      Hvert er leiguverð m.v. daginn í dag á þessum 3.375 tonnum?
     12.      Hvert er söluverð á þessum 3.375 tonnum af þorski m.v. daginn í dag?
     13.      Hvert er líklegt upphafshámark af ýsu og steinbít til línuívilunar 1. febr. 2004?
Fylgiskjal V.


Sjávarútvegsráðuneyti:

Svör við spurningum frá Kristjáni L. Möller, Jóhanni Ársælssyni
og Jóni Gunnarssyni vegna máls nr. 428.

(Reykjavík 11. desember 2003.)


Spurning 1.
              

Úthlutun aflaheimilda skv. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 38/1990,
um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

    
Staður 2001/2002 2002/2003 2003/2004
Bakkafjörður 8.642 11.257 0
Bolungarvík 400.000 400.000 359.598
Breiðdalsvík 5.286 5.713 3.297
Drangsnes 99.514 101.870 88.529
Flateyri 388.013 393.736 361.333
Ísafjörður 90.512 96.537 62.420
Ólafsvík 243.687 253.008 200.234
Sandgerði 26.384 31.004 4.843
Stöðvarfjörður 44.194 47.302 29.706
Suðureyri 169 9.533 0
Tálknafjörður 400.000 400.000 400.000
Miðað er við kg þorskígildi
    

Spurning 2.
    Sjá fskj. I

Spurning 3a.
                        

Úthlutun aflaheimilda skv. bráðabirgðaákvæði nr XXVI, laga nr. 38/1990,
um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.


Staður 1999/2000 2000/2001 2001/2002 2002/2003 2003/2004
Bakkafjörður 72.000 72.000 72.000 72.000 72.000
Borgarfjörður eystri 112.000 112.000 112.000 112.000 112.000
Breiðdalsvík 181.000 181.000 181.000 181.000 181.000
Fáskrúðsfjörður 113.000 113.000 113.000 113.000 113.000
Grímsey 92.000 92.000 92.000 92.000 92.000
Hofsós 114.000 114.000 114.000 114.000 114.000
Kaldrananeshreppur 63.000 63.000 63.000 63.000 63.000
Seyðisfjörður 67.000 67.000 67.000 67.000 67.000
Stöðvarfjörður 94.000 94.000 94.000 94.000 94.000
Vesturbyggð 205.000 205.000 205.000 205.000 205.000
Þingeyri 387.000 387.000 387.000 387.000 387.000
Miðað er við kg þorskígildis
                   

Spurning 3b.
    Samkvæmt 2. málslið 1. mgr 9. gr. hefur ráðherra 1.500 lestir til stuðnings byggðarlögum sem lent hafa í vanda vegna samdrátttar í sjávarútvegi.

Spurning 4.
    Á yfirstandandi fiskveiðiári skiptist byggðakvótinn þannig milli einstrakra sveitarfélaga:

Sveitarfélög Úthlutuð tonn
0 Sveitarfélagið Árborg 33,2
0 Sveitarfélagið Ölfus 20,7
+ Sandgerðisbær 92,6
+ Gerðahreppur 16,6
0 Snæfellsbær 34,6
+ Grundarfjarðarbær 18,0
+ Stykkishólmsbær 26,3
Vesturbyggð 76,0
0 Tálknafjarðarhreppur 15,2
0 Bolungarvíkurkaupstaður 66,4
0 Ísafjarðarbær 118,9
+ Súðavíkurhreppur 30,4
+ Árneshreppur 34,6
0 Kaldrananeshreppur 23,5
+ Hólmavíkurhreppur 56,7
+ Húnaþing vestra 55,3
+ Blönduósbær 65,0
+ Höfðahreppur 19,4
+ Sveitarfélagið Skagafjörður 20,7
+ Siglufjarðarkaupstaður 29,0
+ Ólafsfjarðarbær 29,0
+ Dalvíkurbyggð 37,3
+ Hríseyjarhreppur 49,8
0 Akureyrarkaupstaður 5,5
0 Grímseyjarhreppur 4,1
0 Grýtubakkahreppur 4,1
+ Húsavíkurbær 37,3
+ Öxarfjarðarhreppur 38,7
+ Raufarhafnarhreppur 49,8
+ Þórshafnarhreppur 59,4
+ Skeggjastaðahreppur 9,7
Vopnafjarðarhreppur 24,9
+ Borgarfjarðarhreppur 20,7
0 Seyðisfjarðarkaupstaður 20,7
0 Mjóafjarðarhreppur 13,8
+ Fjarðabyggð 70,5
+ Búðahreppur 11,1
+ Stöðvarhreppur 29,0
0 Breiðdalshreppur 29,0
+ Djúpavogshreppur 47,0
0 Sveitarfélagið Hornafjörður 26,3
+ Vestmannaeyjabær 29,0


Spurningar 4a og 4b.
    Sveitarfélög sem eru merkt + hér að ofan hafa samið reglur sem ráðuneytið hefur staðfest. Þau sem merkt eru 0 vildu að aflaheimildum yrði úthlutað á grundvelli aflahlutdeildar. Þau sem eru ómerkt hafa ekki gefið fullnægjandi svör enn.

Spurning 4c.
    Frestur er til 1. mars fyrir sveitarfélög til að ganga frá endanlegri skiptingu byggðakvótans. Þeir sem ganga frá sínum málum eru afgreiddir jafnóðum og tillögur þeirra berast.

Spurning 5a.
    Sjá fylgiskjal II.

Spurning 6.
    Í mars 2003.

Spurningar 7 og 8.
    Nánari útfærsla á þessu yrði unnin í samráði við Byggðastofnun.

Spurning 9     .     

Áætluð skipting þorskafla eftir ársfjórðungum.


Ársfjórðungur Skipting (%) Magn línuívilnunar
sept. – nóv. 27,7 936
des. – feb. 34,1 1.151
mars – maí 24,7 835
júní – ágúst 13,4 453
Afli miðast við lestir af óslægðum þorski

Spurning 10.
    Ráðuneytið treystir sér ekki til að svara þessari spurningu þar sem ekki er ljóst hvað mikið fellur til í sk. byggðakvóta við breytingu á 9. gr. laganna.

Spurning 11.
    Verð á aflamarki er samkvæmt þeim upplýsingum sem sjávarútvegsráðuneytið hefur aflað í kringum 115 kr./tonn af þorski í almenna kerfinu og í kringum 80 kr./tonn í smábátakerfinu.

Spurning 12.
    Miðað við meðaltalsverð allra fiskmarkaða var verð á þorski þann 10. desember 152 kr. á kíló. Lægsta verð var 69 kr. á kíló, hæsta verð 260 kr. á kíló.

Spurning 13.
    Ekki verður sett hámark á ýsu og steinbít nema veiðar þróist með þeim hætti að sérstök ástæða þyki til.


FYLGISKJAL I
Samtals línuafli íslenskra skipa per heimahöfn skips fiskveiðiárin 1998/1999 - 2002/2003. Löndun frá: 01-SEP-1998, Löndun til: 31-ÁGÚ-2003 Veiðarfæri númer: 1 Meðtalinn er afli af öllum veiðisvæðum
Afli í tonnum upp úr sjó (óslægt)
9899 9899 9899 9899 9899 9900 9900 9900 9900 9900 0001 0001 0001 0001 0001 0102 0102 0102 0102 0102 0203 0203 0203 0203 0203

Heimahöfn
Þorskur
Ýsa
Steinbítur Annar afli Samtals Þorskur
Ýsa
Steinbítur Annar afli Samtals Þorskur
Ýsa
Steinbítur Annar afli Samtals Þorskur
Ýsa
Steinbítur Annar afli Samtals Þorskur
Ýsa
Steinbítur Annar afli Samtals
Vestmannaeyjar 296 181 18 185 679 1.058 436 119 359 1.973 202 432 27 242 903 768 237 191 313 1.509 356 159 23 281 819
Stokkseyri 3 3 1 1
Eyrarbakki 98 84 12 22 217 1 1 0 5 7 2 0 0 2
Selfoss 18 10 1 15 43 19 41 2 23 85 2 5 0 13 21 16 32 1 55 103
Þorlákshöfn 254 125 28 137 544 445 168 79 114 806 351 469 95 214 1.129 474 218 43 208 944 351 159 7 138 655
Grindavík 12.704 3.027 1.179 5.696 22.606 15.222 3.247 1.037 5.066 24.573 11.720 2.918 1.072 3.467 19.177 12.068 2.949 1.007 4.020 20.044 11.343 3.724 990 4.210 20.267
Sandgerði 921 425 460 140 1.946 948 392 223 150 1.713 789 375 524 283 1.971 1.745 372 339 165 2.622 561 269 309 111 1.250
Garður 103 23 11 13 150 23 5 1 2 32 191 49 35 95 371 127 33 38 19 217 164 61 16 63 304
Keflavík 623 87 72 49 831 1.077 185 82 130 1.474 1.184 316 132 171 1.804 425 119 92 82 719 465 220 155 69 909
Njarðvík 161 63 19 22 266 147 50 10 15 222 141 69 45 40 295 77 33 25 14 148 109 49 21 21 199
Vogar 165 13 17 130 324 1.495 197 19 357 2.068 1.127 276 65 316 1.784 1.260 277 57 282 1.876 1.295 322 13 421 2.052
Hafnarfjörður 723 295 160 107 1.285 352 235 57 83 728 382 295 84 110 872 271 103 64 55 492 420 193 59 138 810
Garðabær 20 10 58 2 90 62 10 60 2 134
Kópavogur 0 0 37 10 3 1 52 69 41 20 7 138 35 0 7 0 42 67 4 5 0 76
Seltjarnarnes 1 0 1
Reykjavík 2.237 798 186 1.128 4.350 2.624 870 285 1.039 4.818 2.413 746 463 494 4.116 2.078 483 609 545 3.715 1.854 717 106 742 3.420
Akranes 242 230 81 41 594 382 261 101 51 796 256 233 96 41 626 263 210 60 27 560 255 307 66 34 662
Borgarnes 71 15 10 4 99 30 8 4 2 43 47 22 18 5 92 45 13 16 1 76 3 2 0 0 5
Arnarstapi 56 8 17 5 86 69 7 6 3 84 30 6 16 2 54 13 2 4 0 19 33 5 4 2 43
Hellnar 14 10 3 0 28 12 10 0 1 24
Hellissandur 432 85 35 30 581 374 65 16 22 478 393 36 38 28 495 563 70 54 28 715 567 157 58 39 822
Rif 2.075 643 54 1.148 3.919 2.889 509 56 803 4.257 2.074 542 291 599 3.506 2.348 560 185 385 3.479 1.747 615 112 306 2.780
Ólafsvík 1.350 397 167 104 2.017 1.677 483 239 109 2.508 1.542 556 723 122 2.943 1.517 450 249 56 2.272 1.601 919 491 133 3.144
Grundarfjörður 752 194 130 40 1.116 786 126 94 16 1.022 690 133 266 26 1.114 658 90 78 8 835 566 178 99 23 866
Stykkishólmur 649 96 37 19 801 796 65 50 13 923 593 34 41 8 676 458 10 21 5 494 742 95 67 26 930
Flatey á Breiðafirði
2

0

0

0

3
Brjánslækur 32 1 34 0 67 57 2 31 3 92 102 2 134 2 240 103 5 111 4 223 23 1 44 4 73
Patreksfjörður 3.165 379 1.380 677 5.601 3.081 354 1.619 404 5.457 2.013 321 1.240 259 3.833 1.014 119 1.095 33 2.261 1.669 513 954 306 3.442
Tálknafjörður 2.680 384 1.222 46 4.331 2.820 386 1.931 41 5.178 1.911 539 2.300 38 4.788 1.432 299 1.134 16 2.882 1.633 576 1.100 105 3.414
Bíldudalur 325 9 173 5 512 104 5 87 1 197 122 1 35 2 159 91 1 20 0 112 126 6 83 6 220
Þingeyri 348 49 72 7 475 435 151 280 8 873 510 213 256 7 985 810 184 334 436 1.764 1.102 392 358 202 2.054
Flateyri 1.562 106 363 349 2.380 842 231 284 72 1.429 933 380 649 14 1.977 1.501 199 755 7 2.462 1.910 477 902 34 3.324
Suðureyri 1.895 839 480 22 3.237 1.587 921 555 20 3.083 1.617 946 545 36 3.144 1.198 722 391 37 2.349 1.028 975 685 48 2.736
Bolungarvík 4.009 1.581 760 325 6.675 2.925 1.477 1.059 92 5.553 3.446 1.613 883 89 6.032 2.868 1.090 773 59 4.789 1.739 1.317 869 63 3.987
Hnífsdalur 216 118 48 4 387 205 144 77 4 431 60 36 4 4 103 94 45 25 2 166
Ísafjörður 700 285 129 19 1.134 886 407 164 31 1.488 984 501 305 33 1.824 1.047 317 207 17 1.588 888 516 275 14 1.693
Súðavík 131 84 7 3 225 132 54 36 2 225 45 0 0 45 2 1 2 3 8 39 7 7 2 55
Norðurfjörður 35 21 9 0 65 70 38 29 0 136 17 17 1 0 35 0 0
Djúpavík 0 0 0 1 1
Drangsnes 210 82 15 3 310 309 100 12 2 423 501 224 83 6 814 441 164 10 2 616 534 303 17 7 862
Hólmavík 186 23 3 1 214 679 130 16 4 829 668 101 63 8 840 488 67 5 2 562 521 164 10 10 705


9899 9899 9899 9899 9899 9900 9900 9900 9900 9900 0001 0001 0001 0001 0001 0102 0102 0102 0102 0102 0203 0203 0203 0203 0203

Heimahöfn
Þorskur
Ýsa
Steinbítur Annar afli Samtals Þorskur
Ýsa
Steinbítur Annar afli Samtals Þorskur
Ýsa
Steinbítur Annar afli Samtals Þorskur
Ýsa
Steinbítur Annar afli Samtals Þorskur
Ýsa
Steinbítur Annar afli Samtals
Hvammstangi 138 15 25 0 179 61 16 1 1 78 110 45 1 1 157 76 24 0 0 101 111 56 0 1 168
Blönduós 7 2 2 1 11
Skagaströnd 1 1 178 14 10 1 202 157 3 1 0 161 252 38 5 1 296
Sauðárkrókur 38 2 2 0 42 13 1 0 0 14 37 14 1 0 52
Hofsós 0 0 0 0 0 21 35 57
Haganesvík 9 9 4 0 4
Siglufjörður 580 141 72 10 803 486 144 102 3 735 381 153 58 8 601 277 77 46 3 404 199 103 13 3 317
Ólafsfjörður 900 86 60 200 1.246 233 31 15 103 381 1 0 1 0 0 0 1 13 1 1 1 16
Grímsey 858 8 63 13 943 1.205 33 101 33 1.371 1.103 85 126 19 1.333 1.011 76 77 23 1.188 989 100 49 71 1.209
Hrísey 183 30 20 1 233 134 18 8 0 160 178 25 12 1 216
Dalvík 68 1 4 2 75 200 3 14 3 220 124 35 13 21 192 9 0 1 1 11 273 39 11 24 348
Árskógssandur 187 5 15 2 209 229 7 18 2 256 205 16 18 1 240 154 10 12 1 178 148 20 7 3 178
Árskógsströnd 725 77 97 247 1.146 545 77 59 89 770 708 83 20 94 906 330 32 9 7 377
Hauganes 38 0 2 1 41 16 0 2 0 18 25 0 1 0 26 42 1 1 0 44 50 8 1 1 60
Hjalteyri 8 0 8 8 0 8 9 0 0 0 9 5 0 0 0 5 4 0 4
Akureyri 171 7 23 1 202 200 4 56 0 261 186 30 137 2 355 143 8 9 0 160 280 40 7 3 330
Grenivík 217 8 17 5 245 325 49 52 4 430 294 32 52 3 381 157 24 27 1 209 32 13 2 1 48
Húsavík 668 202 41 84 995 700 178 60 50 988 550 204 82 108 944 369 148 16 118 651 1.895 609 133 661 3.299
Kópasker 0 0
Raufarhöfn 207 27 8 19 260 123 19 7 8 157 195 21 78 17 312 144 9 60 5 218 114 51 83 8 258
Þórshöfn 44 2 1 0 48 84 0 2 0 86 32 0 0 32 55 1 1 0 56 54 12 2 1 68
Bakkafjörður 550 26 66 16 658 616 40 116 13 785 607 68 214 30 919 390 50 51 32 523 354 73 33 70 531
Vopnafjörður 68 2 9 4 83 59 4 16 2 80 44 7 19 1 72 30 2 11 1 45 74 25 44 2 145
Borgarfjörður eystri 392 33 134 2 560 471 65 147 7 691 456 40 141 4 642 439 36 83 3 561 400 67 119 5 591
Seyðisfjörður 52 8 20 0 80 163 10 27 1 200 227 20 33 247 526 520 101 11 75 706 189 15 10 202 416
Neskaupstaður 168 55 63 10 295 147 55 62 11 275 159 21 65 3 248 84 9 23 0 116 141 16 28 1 185
Eskifjörður 61 17 19 7 105 101 19 35 0 155 38 4 16 0 58 56 4 12 0 71 46 15 39 0 100
Reyðarfjörður 50 23 12 0 85 78 23 19 2 123 46 23 37 0 108 25 10 17 0 51 39 26 43 0 107
Fáskrúðsfjörður 58 16 29 2 105 85 19 18 1 123 109 31 56 2 198 78 21 43 2 145 103 47 35 4 189
Stöðvarfjörður 578 187 248 29 1.041 527 95 208 12 841 420 179 395 14 1.008 285 102 300 6 693 228 75 329 25 656
Breiðdalsvík 60 25 36 2 123 60 5 24 0 91 78 18 48 3 146 30 18 20 5 73 29 23 58 1 111
Djúpivogur 117 11 21 2 151 173 17 61 3 254 62 6 17 1 86 27 2 2 4 35 0 0
Hornafjörður 2.020 761 182 872 3.835 2.669 787 189 1.281 4.926 3.322 1.022 264 895 5.503 2.504 560 61 319 3.443 1.516 638 109 319 2.582
Samtals 47.678 12.425 8.561 11.764 80.428 54.348 13.441 10.108 10.831 88.727 46.894 14.676 12.569 8.271 82.410 44.172 10.811 8.949 7.542 71.475 41.931 15.695 9.113 9.034 75.773
Fylgiskjal II.


Spurning 5a
Úthlutun samkvæmt 9. gr. til einstakra báta vegna skerðingar í innfjarðarækju og hörpudiski.
Úthlutun hefur jafnan farið fram í upphafi hvers fiskveiðiárs.
Heimahöfn Nr. Nafn skips 1999/2000 2000/2001 2001/2002 2002/2003 2003/2004
Þorlákshöfn 1752 Gissur ÁR 6 141.680 62.684
Grindavík 124 Gaukur GK 660 41.113
Grindavík 399 Kári GK 146 53.723 22.518 13.704 14.206 19.769
Grindavík 926 Þorsteinn GK 15 126.648 122.015 111.251
Grindavík 1006 Geirfugl GK 66 42.617 59.308
Grindavík 1105 Ólafur GK 33 161.169 67.556
Grindavík 1873 Askur GK 65 53.723 22.518 13.704 14.206 19.769
Garður 102 Kristinn Friðrik GK 58 29.654
Garður 923 Röstin GK 120 22.518 13.704 14.206 19.769
Garður 1231 Þorkell Árnason GK 21 80.586 33.778 20.556 21.308 29.654
Garður 1371 Bergur Vigfús GK 100 19.769
Keflavík 120 Erling KE 140 161.169 67.556 41.113 42.617 59.308
Keflavík 929 Svanur KE 90 53.723
Keflavík 1371 Guðfinnur KE 19 134.309 56.296 34.261 35.514
Reykjavík 1228 Sigurgeir Sigurðsson RE 80 19.491
Akranes 2323 Stapavík AK 132 34.000
Grundarfjörður 1399 Haukaberg SH 20 17.143 87.843
Grundarfjörður 1472 Klakkur SH 510 51.466 263.739
Grundarfjörður 1629 Farsæll SH 30 17.143 87.843
Stykkishólmur 182 Grettir SH 104 31.851
Stykkishólmur 245 Þórsnes SH 108 26.249 73.584 275.735
Stykkishólmur 1252 Bjarni Svein SH 107 34.972 179.216
Stykkishólmur 1424 Þórsnes II SH 109 52.134 267.159
Stykkishólmur 1846 Kristinn Friðriksson SH 3 26.249 155.866 860.613
Stykkishólmur 1850 Gísli Gunnarsson II SH 85 15.387 78.853
Stykkishólmur 2274 Sandvík SH 53 123.113 83.251
Bolungarvík 361 Bryndís ÍS 69 18.968
Bolungarvík 1109 Neisti ÍS 218 20.232
Bolungarvík 1118 Sæbjörn ÍS 121 18.809 10.484
Bolungarvík 1222 Árni Óla ÍS 81 18.067
Bolungarvík 1502 Páll Helgi ÍS 142 21.655 12.070
Bolungarvík 1686 Gunnbjörn ÍS 302 2.165 1.207
Bolungarvík 1791 Sædís ÍS 67 21.498
Bolungarvík 1862 Hafrún II ÍS 365 18.809 10.484
Bolungarvík 1920 Þjóðólfur ÍS 86 18.809 10.484
Ísafjörður 612 Ritur ÍS 22 16.644
Ísafjörður 780 Ver ÍS 120 16.644
Ísafjörður 1148 Bára ÍS 66 73.114
Ísafjörður 1181 Finnbjörn ÍS 37 16.644
Ísafjörður 1303 Örn ÍS 31 47.503 41.480
Ísafjörður 1344 Gissur hvíti ÍS 114 32.890 20.000
Ísafjörður 1403 Halldór Sigurðsson ÍS 14 17.201
Ísafjörður 1428 Dagný ÍS 34 16.644 9.277
Ísafjörður 1436 Snæbjörg ÍS 43 30.624
Ísafjörður 1440 Halldór Sigurðsson ÍS 14 30.860
Ísafjörður 1440 Valur ÍS 20 23.985
Ísafjörður 1787 Stundvís ÍS 883 16.644
Ísafjörður 1907 Gunnvör ÍS 53 52.778 20.000 37.504 25.986
Ísafjörður 1977 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 66.819
Ísafjörður 2019 Aldan ÍS 47 34.710 40.001 37.504 31.861
Súðavík 133 Trausti ÍS 111 29.195
Súðavík 824 Fengsæll ÍS 83 19.491 22.845
Súðavík 1240 Hafrún ÍS 154 22.228
Súðavík 1403 Valur ÍS 420 34.710
Djúpavík 1184 Dagrún ST 12 33.555 25259 26163,6 32118,9 29342,3
Drangsnes 741 Grímsey ST 2 52.460 39.491 30.644 99.470 88.110
Drangsnes 1232 Gunnhildur ST 29 28.576 21.512 16.693 22.083
Drangsnes 1396 Gunnvör ST 39 28.576 21.512 16.693 22.083
Drangsnes 1859 Sundhani ST 3 23.883 17.979 27.903 36.913 16.348
Drangsnes 2008 Stefnir ST 47 23.883 17.979
Drangsnes 2406 Kristbjörg ST 6 39.121
Drangsnes 7261 Stefnir ST 47 16.348
Hólmavík 1054 Sæbjörg ST 7 57.152 43.024 111.894 148.030 131.121
Hólmavík 1175 Donna ST 5 5.565
Hólmavík 1434 Ásdís ST 37 143.929 108.350
Hólmavík 1543 Hilmir ST 1 91.469 68.858 53.430 70.685 62.611
Hólmavík 2475 Sigurbjörg ST 55 7.362 6.521
Hvammstangi 1081 Harpa HU 4 25.833 20.044 26.519 23.490
Hvammstangi 1186 Haförn HU 4 34.316
Hvammstangi 1834 Neisti HU 5 34.316 25.833 20.044 26.519 23.490
Blönduós 1102 Húni HU 62 76.258 57.408 44.546
Skagaströnd 530 Hafrún HU 12 33.555
Skagaströnd 656 Auðbjörg HU 6 25.259 65.540
Skagaströnd 1236 Ólafur Magnússon HU 54 100.661 75.778 58.800 147.034 136.497
Sauðárkrókur 1876 Hafborg SK 54 123.113 83.251
Sauðárkrókur 1997 Jökull SK 33 126.936
Sauðárkrókur 2102 Þórir SK 16 126.936 123.113 83.251
Sauðárkrókur 2274 Sandvík SK 188 126.936
Hofsós 1581 Berghildur SK 137 126.936 123.113 83.251
Húsavík 586 Reistarnúpur ÞH 273 126.648
Húsavík 1125 Gerður ÞH 110 87.937 77.001
Húsavík 1414 Haförn ÞH 26 141.680 62.684 87.937 77.001
Húsavík 1639 Dalaröst ÞH 40 141.680 62.684 87.937 77.001
Kópasker 1354 Viðar ÞH 17 222.500
Kópasker 1650 Þingey ÞH 51 126.648 122.015 111.251
Raufarhöfn 1354 Viðar ÞH 17 244.030
Raufarhöfn 1538 Öxarnúpur ÞH 162 126.648
Miðað er við kg þorskígildi