Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 359. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 879  —  359. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2003, um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bergdísi Ellertsdóttur og Finn Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti og Guðmund Guðbjarnarson frá fjármálaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 37/2003 frá 14. mars 2003, um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1606/2002 frá 19. júlí 2002, um beitingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla.
    Innleiðing reglugerðarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og þýða þarf alþjóðlegu reikningsskilastaðlana á íslensku. Fjármálaráðuneytið og þýðingarmiðstöð utanríkis-ráðuneytisins hafa þegar hafið undirbúning að þýðingu þeirra alþjóðlegu reikningsskilastaðla sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tekið ákvörðun um að skuli innleiða á Evrópska efnahagssvæðinu við gildistöku reglugerðarinnar 1. janúar 2005. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu starfar nefnd sem er m.a. ætlað að kanna hvaða félög muni falla undir ákvæði reglugerðarinnar um samræmd reikningsskil og er gert ráð fyrir að fjármálaráðherra leggi fram lagafrumvarp vegna þessa á haustþingi 2004.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 11. febr. 2004.



Jónína Bjartmarz,


varaform., frsm.


Guðmundur Árni Stefánsson.


Guðlaugur Þór Þórðarson.



Rannveig Guðmundsdóttir.


Steingrímur J. Sigfússon.


Einar K. Guðfinnsson.



Dagný Jónsdóttir.


Ágúst Ólafur Ágústsson.