Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 427. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1263  —  427. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um ársreikninga, nr. 44/1994, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 1. gr. 1. efnismgr. orðist svo:
                  Heimilt er að meta til gangvirðis fjármálagerninga ef þeirra hefur verið aflað í þeim tilgangi að selja aftur eða til að hagnast á skammtímaverðbreytingum. Ef heimildin er notuð skal meta til gangvirðis skuldbindingar sem tengjast afleiðusamningum eða loforði um afhendingu fjármálagerninga sem enn eru ekki í eigu viðkomandi félags. Einnig má meta eignir og skuldbindingar sem þeim tengjast á gangvirði þegar þessar eignir og skuldbindingar uppfylla kröfur um áhættuvörn í skilningi alþjóðlegra reikningsskilareglna og skulu slíkar eignir og skuldbindingar metnar til gangvirðis eins og krafist er í þeim reikningsskilum.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðsins „gangverð“ hvarvetna í greininni komi (í viðeigandi beygingarfalli): gangvirði.
                  b.      3. tölul. 2. mgr. a-liðar (29. gr. A) orðist svo: virðis sem reiknað er út með almennum viðurkenndum matslíkönum eða matsaðferðum fyrir þær eignir sem ekki eru á markaði; slík matslíkön og matsaðferðir skulu gefa góða mynd af markaðsverði.
                  c.      Í stað orðsins „gangvirðissjóð“ í 2. og 3. mgr. b-liðar (29. gr. B) komi: gangvirðisreikning.
                  d.      Á eftir 2. mgr. b-liðar (29. gr. B) komi ný málsgrein er orðist svo:
                     Samræmi skal vera í færslu breytinga á virði fjármálagerninga og skuldbindinga skv. 1. eða 2. mgr. frá einu ári til annars.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðsins „gangverð“ hvarvetna í greininni komi (í viðeigandi beygingarfalli): gangvirði.
                  b.      Í stað orðanna „gangvirðissjóð“ og „gangvirðissjóði“ í 2. og 4. tölul. a-liðar (37. gr. A) komi: gangvirðisreikning, og: gangvirðisreikningi.
     4.      Við bætist ný grein er verði 6. gr. og orðist svo:
                  Með lögum þessum eru tekin upp ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2001/65/EB um breytingu á tilskipunum 78/660/EBE, 83/349/EBE og 86/635/EBE að því er varðar matsreglur vegna ársreikninga og samstæðureikninga félaga með takmarkaða ábyrgð, sem og banka og annarra fjármálastofnana.
     5.      Við 6. gr. er verði 7. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi og skulu gilda um ársreikninga og samstæðureikninga fyrir hvert það reikningsár sem hefst 1. janúar 2004 eða síðar.