Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 402. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1289  —  402. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um aðild starfsmanna að Evrópufélögum.

Frá félagsmálanefnd.



     1.      Við 3. gr. Í stað orðanna „og/eða“ í 2. tölul. k-liðar komi: og.
     2.      Við 14. gr.
                  a.      Í stað orðanna „tíu af hundraði starfsmanna, eða broti af því“ í e-lið 1. mgr. komi: hverjum byrjuðum tug af hundraði starfsmanna.
                  b.      Í stað orðanna „fulltrúa- og framkvæmdanefndarmanna“ í i-lið 1. mgr. komi: fulltrúanefndarmanna og framkvæmdaráðsmanna.
     3.      Við 15. gr. Í stað orðsins „framkvæmdanefndin, sem er stækkuð“ í 8. mgr. komi: framkvæmdaráðið, sem er stækkað.
     4.      Við 18. gr. Í stað orðanna „starfa sinna“ í 1. mgr. komi: fulltrúastarfanna.
     5.      Við 21. gr. Í stað orðsins „útibúum“ í 1. mgr. komi: starfsstöðvum.
     6.      Við 26. gr. Greinin, ásamt fyrirsögn, orðist svo:

Innleiðing.

                  Lög þessi eru sett til innleiðingar á tilskipun 2001/86/EB frá 8. október 2001, um viðbætur við stofnsamþykktir fyrir Evrópufélög að því er varðar aðild starfsmanna, sem vísað er til í lið 32e XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 89/2002.
     7.      Við bætist ný grein, ásamt fyrirsögn, er orðist svo:

Gildistaka.

                  Lög þessi öðlast gildi 8. október 2004.