Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 949. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1546  —  949. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Tómas H. Heiðar og Önnu Katrínu Vilhjálmsdóttur frá utanríkisráðuneyti, Vilborgu Hauksdóttur frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og Hildi Sverrisdóttur frá Tryggingastofnun ríkisins.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta Norðurlandasamning um almannatryggingar sem gerður var í Karlskrona 18. ágúst 2003 en samningurinn kemur í stað Norðurlandasamningsins frá 1992.
    Stefnt er að því að lögfesta samninginn hér á landi og hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra þegar lagt fram frumvarp þess efnis (þskj. 1442, 948. mál).
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 28. apríl 2004.



Jónína Bjartmarz,


varaform., frsm.


Rannveig Guðmundsdóttir.


Drífa Hjartardóttir.



Magnús Stefánsson.


Guðjón A. Kristjánsson.