Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 849. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1764  —  849. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um olíugjald og kílómetragjald o.fl.

Frá 2. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (EMS, ÖS, JóhS, ÖJ).



     1.      Við 24. gr. Greinin orðist svo:
             Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2004 en koma, að undanskilinni 26. gr., ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2006 og þann dag falla úr gildi lög nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar.
     2.      Við bætist ný grein, svohljóðandi:
             Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á 4. gr. laga um fjáröflun til vegagerðar, nr. 3/1987, með síðari breytingum:
                  a.      1.–3. mgr. A-liðar orðast svo:
                     Af bifreiðum, sem nota annan orkugjafa en bensín og eru allt að 4.000 kg að leyfðri heildarþyngd, skal greiða fast gjald þungaskatts sem hér segir:
                     69.600 kr. af fólksbifreiðum að eigin þyngd allt að 999 kg, 79.700 kr. af fólksbifreiðum að eigin þyngd 1.000–1.499 kg, 124.800 kr. af fólksbifreiðum að eigin þyngd 1.500–1.999 kg og 169.900 kr. af fólksbifreiðum að eigin þyngd 2.000–2.199 kg. Af bifreiðum þyngri en 2.199 kg skal gjaldið hækka um 8.445 kr. fyrir hver 200 kg.
                     Af bifreiðum sem ekið er gegn gjaldi samkvæmt löggiltum mælum og sendi- og hópbifreiðum, sem nýttar eru í atvinnurekstri, skal árgjaldið vera 35% hærra en að framan greinir. Ákvæðið tekur þó aðeins til þeirra sendibifreiða sem notið hafa innskattsfrádráttar á virðisaukaskatti.
                  b.      Á eftir orðunum „jafntryggan hátt“ í 10. mgr. B-liðar kemur: svo sem með kílómetramæli bifreiðar.
     3.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Alþingi kýs nefnd, sbr. 32. gr. þingskapa, sem skal íhuga kosti og galla þess að taka upp notendagjald og umhverfisskatta í stað olíugjalds og hugsanlega samræmingu á Evrópska efnahagssvæðinu hvað slík gjöld varðar. Nefndin skal kosin á 130. löggjafarþingi og skal gefa Alþingi skýrslu um störf sín í fyrsta starfsmánuði 131. löggjafarþings.