Tollalög

Mánudaginn 07. febrúar 2005, kl. 16:29:18 (4204)


131. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2005.

Tollalög.

493. mál
[16:29]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er kannski ekki miklu við þetta að bæta af minni hálfu. Ég hlusta með athygli á það sem þingmaðurinn hefur hér haft fram að færa. Þetta eru auðvitað allt saman sjónarmið og ábendingar sem þarf að taka til rækilegrar skoðunar. Ég býst við að bæði hann og aðrir þingmenn vilji gera allt sem þeir geta til að sporna við t.d. innflutningi fíkniefna inn í landið í gegnum hafnirnar. Við eigum auðvitað öll að búa þannig að skipulaginu í því efni að það í það minnsta opni ekki glufur eða geri mönnum auðvelt fyrir að koma slíkum ófögnuði á markað í landinu. Skipulagið í tolleftirlitinu má ekki verða til þess að slíkar glufur myndist eða mönnum sé gert auðveldara fyrir á einum stað en öðrum að standa í slíkri starfsemi, jafnviðurstyggileg og hún er fyrir okkar þjóðfélag.