Samkeppnislög

Þriðjudaginn 08. mars 2005, kl. 15:15:09 (5482)


131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[15:15]

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vísaði til þess í máli mínu að þegar samkeppnisráð fjallaði um breiðband Landssímans í ákvörðun nr. 21/1998 tók það þetta til skoðunar og taldi sér þetta heimilt. Miðað við þá tilvísun sem hv. þingmaður var með áðan er því alveg ljóst að Samkeppnisstofnun hefur að einhverju leyti breytt um kúrs og ég á nú eftir að sjá það. Hins vegar hefur þetta verið sá skilningur sem ég hef a.m.k. haft á lögunum.

Ég nefndi áðan að vegna markaðsráðandi stöðu, yfirburðarstöðu, geti sú staða komið upp að ekki sé mögulegt að koma á virkri samkeppni. Við þær aðstæður tel ég koma vel til skoðunar að skipta upp fyrirtæki ef markmiðið er að tryggja samkeppni. Ef markmiðið er að tryggja almannahagsmuni segi ég já, ég tel það koma vel til álita.