Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 17. mars 2005, kl. 12:36:56 (5995)


131. löggjafarþing — 92. fundur,  17. mars 2005.

Sveitarstjórnarlög.

639. mál
[12:36]

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Að makka rétt þýðir, í málflutningi mínum núna, að fara að vilja sameiningarnefndar og greiða atkvæði í samræmi við þær tillögur sem hún leggur fyrir íbúana. Þegar það hefur verið sagt í mín eyru í félagsmálanefnd, af aðilum innan stjórnsýslunnar, að þau byggðarlög sem ekki greiða atkvæði í þá veru kunni að gjalda þess í opinberum framkvæmdum, þá finnst mér það vera valdstjórn. Mér finnst það vera andinn sem svífur yfir vötnunum sem ekki er lýðræðislegur og ekki ásættanlegur. Tala ég nógu skýrt? Þarf að skýra þetta eitthvað frekar? Ég held að þeir sem á hlýða eða þeir sem koma til með að sjá þessi orð, viti nákvæmlega hvað ég á við.