Sveitarstjórnarlög

Mánudaginn 21. mars 2005, kl. 18:23:54 (6136)


131. löggjafarþing — 96. fundur,  21. mars 2005.

Sveitarstjórnarlög.

639. mál
[18:23]

Guðjón Hjörleifsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Félagsmálanefnd fékk umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga til sín varðandi gjaldfrjálsa leikskóla. Þar kom fram að ef sinna ætti þeirri þjónustu þá vantaði 57 þús. fermetra rými í leikskólum landsins. Þar erum við að ræða um að sveitarfélögin þurfi að taka lán fyrir 11,5 milljörðum kr. í viðbót til að sinna þessari þjónustu. Við ræðum hér um fjármál sveitarfélaga en þessir peningar eru ekki til hjá sveitarfélögunum.

Í viðbót við þetta kostar þetta rekstur sveitarfélaganna í viðbót 7,5 milljarð kr. Ég sé því ekki að forsendur séu fyrir því að fara með þeim hætti í málið miðað við fjárhagsstöðu sveitarfélaga.