Sveitarstjórnarlög

Mánudaginn 21. mars 2005, kl. 18:32:01 (6142)


131. löggjafarþing — 96. fundur,  21. mars 2005.

Sveitarstjórnarlög.

639. mál
[18:32]

Guðjón Hjörleifsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ræddi um gjaldfrjálsan leikskóla áðan og forsendurnar sem þurfa að liggja fyrir þegar farið er í slíkar framkvæmdir og slíkar ákvarðanir. Þetta er mín persónulega skoðun á þessu máli. Ég hef verið sveitarstjórnarmaður í 13 ár og nú er ég þingmaður landsbyggðarinnar þannig að ég tel að þessi umræða eigi rétt á sér og við eigum að vera fleiri landsbyggðarþingmenn sem þorum að fara í pontu á hinu háa Alþingi og taka umræðu með þessum hætti.