Sveitarstjórnarlög

Mánudaginn 21. mars 2005, kl. 18:55:31 (6149)


131. löggjafarþing — 96. fundur,  21. mars 2005.

Sveitarstjórnarlög.

639. mál
[18:55]

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þó að hæstv. félagsmálaráðherra vilji fáu slá föstu var á honum að skilja að hann teldi fjárhag margra sveitarfélaga þannig að þau gætu ekki boðið íbúum sínum upp á gjaldfrjálsan leikskóla.

Við hljótum þess vegna að spyrja hæstv. félagsmálaráðherra hvort hann telji það viðunandi að aðeins börn í Reykjavík og betur stæðum sveitarfélögum muni njóta gjaldfrjáls leikskóla. Eða vill hann sem félagsmálaráðherra gefa út þá yfirlýsingu að hann muni beita sér fyrir því að í sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga verði öllum sveitarfélögum gert kleift að veita börnunum slíka þjónustu?