Helgidagafriður

Fimmtudaginn 31. mars 2005, kl. 10:38:06 (6271)


131. löggjafarþing — 100. fundur,  31. mars 2005.

Helgidagafriður.

481. mál
[10:38]

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er mjög þægilegt að geta farið út í búð allan sólarhringinn, á kvöldin, nóttunni, föstudaginn langa og þess vegna á jólunum til að kaupa ost, mjólk, Ora-fiskibollur og það sem hefur gleymst að kaupa. En það er önnur hlið á málinu. Það eru hagsmunir og óskir þess fólks sem starfar í verslunum. Ég vil spyrja hv. framsögumann, hv. þm. Bjarna Benediktsson, nánar um afstöðu samtaka verslunarfólks. Ég heyrði ekki betur í fréttum en samtök verslunarmanna væru algerlega andvíg breytingunum og ég óska eftir því að hann upplýsi þingið um afstöðu starfsfólksins í verslunum.