Fjarsala á fjármálaþjónustu

Þriðjudaginn 26. apríl 2005, kl. 18:51:45 (7794)


131. löggjafarþing — 118. fundur,  26. apr. 2005.

Fjarsala á fjármálaþjónustu.

482. mál
[18:51]

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Frumvarpið sem við ræðum eykur neytendavernd og 1. töluliður breytingartillagnanna við frumvarpið á greinilega líka að auka neytendavernd. Hins vegar felst í honum neikvæð sönnunarbyrði, þ.e. menn þurfa að sanna að þeir séu saklausir. Það rekst á réttarríkið sem við viljum öll hafa og ég segi nei.