131. löggjafarþing — 118. fundur,  27. apr. 2005.

Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

495. mál
[00:25]

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bregðast sérstaklega við umfjöllun hv. síðasta ræðumanns um Bændasamtökin og aðkomu þeirra. Eins og þingmönnum er kunnugt var rjúpnanefndinni falið að koma með tillögur og drög að frumvarpi á sínum tíma. Fulltrúi Bændasamtakanna á þar sæti og stóð að þessum tillögum með rjúpnanefndinni. Tillagan um sölubannið sem er í frumvarpinu er komið frá rjúpnanefndinni. Ég vil að það sé alveg skýrt.