Búnaðarlög

Föstudaginn 06. maí 2005, kl. 11:08:41 (8123)


131. löggjafarþing — 124. fundur,  6. maí 2005.

Búnaðarlög.

725. mál
[11:08]

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hlutfallið var 1,7% af innveginni mjólk úr stóru kúabúi og not sama bús á sæðingu. Í dag er verið að greiða fyrir hverja sæðingu. Hvert bú sem notar sæðingu borgar fyrir hana. Núna er þetta samt sem áður þátttaka allra með því að úr búvörusamningnum er verið að taka 100 milljónir og setja í þetta kynbótastarf sem er meira en innheimtist af þessu 1,7% gjaldi af innveginni mjólk.