Útflutningur hrossa

Föstudaginn 06. maí 2005, kl. 15:18:18 (8148)


131. löggjafarþing — 124. fundur,  6. maí 2005.

Útflutningur hrossa.

727. mál
[15:18]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Drífu Hjartardóttur fyrir skýr og greinargóð svör sem hún hafði á reiðum höndum. Þetta þýðir í raun að verið er að flytja út fjögur eða fimm hross á dag. Þetta er gífurlegur útflutningur og umsvifin þá eftir því og auðvitað mjög brýnt að ýtrustu dýraverndarsjónarmiða sé gætt eins og fram hefur komið.

Eins og hv. þm. Drífa Hjartardóttir benti á á dýraverndin sem slík heima undir öðru ráðuneyti og fyrst að hún tók það upp við þessa umræðu bendir það náttúrlega enn og aftur á nauðsyn þess að samhæfa og samræma í Stjórnarráði Íslands.