Útflutningur hrossa

Föstudaginn 06. maí 2005, kl. 15:19:15 (8149)


131. löggjafarþing — 124. fundur,  6. maí 2005.

Útflutningur hrossa.

727. mál
[15:19]

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ítreka að það eru líka gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi og þess er gætt í lögum að engin hross séu flutt út nema eftir nákvæma skoðun. Það er allt stimplað í bak og fyrir, meira að segja með upprunavottorði, hestavegabréfi svokölluðu sem við vorum með í okkar ágætu nefnd á sínum tíma. Við höfum í meðferð þessa frumvarps tekið tillit til ábendinga frá okkar ágætu dýralæknum sem sendu inn umsagnir og það var gert með því að bæta inn „hæft til útflutnings með tilliti til aldurs“, þannig að það er ekki neinn ákveðinn hámarksaldur heldur verður sérstaklega tekið tillit til aldurs. Ég held að við höfum með því komið til móts við þær gagnrýnisraddir sem bárust til okkar.