Útflutningur hrossa

Föstudaginn 06. maí 2005, kl. 15:22:38 (8151)


131. löggjafarþing — 124. fundur,  6. maí 2005.

Útflutningur hrossa.

727. mál
[15:22]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég kem einvörðungu upp til að þakka hæstv. landbúnaðarráðherra fyrir viðbrögðin. Auðvitað er mikill metnaður hjá þeim sem stunda hrossarækt og flytja út hesta og við vitum að orðsporið er að veði. Kannski má til sanns vegar færa að hrossakaup séu ekki lengur þess eðlis sem þau voru einu sinni eða hafi ekki lengur þá merkingu í málinu sem einu sinn var lögð í það orð, þegar menn eru farnir að leggja allan sinn faglega metnað fyrir hönd íslenska hestsins í söluna til útlanda.