Samkeppnislög

Laugardaginn 07. maí 2005, kl. 18:27:28 (8292)


131. löggjafarþing — 125. fundur,  7. maí 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[18:27]

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er greinilegt að hæstv. ráðherra er heitt í hamsi og mikið niðri fyrir. Ég hafði reyndar orðið var við það fyrr í dag í áköfum frammíköllum ráðherrans þegar ég flutti ræðu mína og þess vegna bjóst ég við innihaldsríkri ræðu. Það reyndist hins vegar ekki vera, því allri gagnrýni sem hér hefur verið sett fram er ýtt út af borðinu, annars vegar á þeirri forsendu að fólk kunni ekki gott að meta og hins vegar að allir séu að misskilja eðli málsins. Þar með er allri gagnrýni stjórnarandstöðunnar, Samkeppnisstofnunar, launþegasamtakanna og Neytendasamtakanna vísað á bug.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra: Hvernig fær hún þann skilning að forstjóri Samkeppniseftirlitsins verði betur tryggður, að starfsöryggi hans verði betur tryggt með því að taka hann út úr kjara- og réttindakerfi opinberra starfsmanna og þeim reglum sem (Forseti hringir.) gilda um embættismenn?