Verkfall kennara og stofnun Hávallaskóla

Mánudaginn 11. október 2004, kl. 15:35:16 (281)


131. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2004.

Verkfall kennara og stofnun Hávallaskóla.

[15:35]

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Herra forseti. Ég tek undir það að staðan er mjög alvarleg. En ég vil líka undirstrika það að þessa deilu eiga þeir sem eiga hlut að máli að leysa, þ.e. forsvarsmenn sveitarfélaganna og grunnskólakennara. Ef eitthvað er óuppgert á milli ríkis og sveitarfélaga þá vil ég sérstaklega taka undir með borgarstjórn Reykjavíkur að slíkt uppgjör á ekki að fara fram á grundvelli kjarasamninga. Slíkt uppgjör fer fram annars staðar. Það er rétti farvegurinn og ég trúi ekki öðru en að stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi séu sammála kollegum sínum í borgarstjórn Reykjavíkur.