Textun

Fimmtudaginn 04. nóvember 2004, kl. 16:26:05 (1035)


131. löggjafarþing — 19. fundur,  4. nóv. 2004.

Textun.

20. mál
[16:26]

Flm. (Guðjón A. Kristjánsson) (Fl):

Hæstv. forseti. Við lok þessarar umræðu vil ég þakka þeim hv. þingmönnum sem tóku til máls og tóku allir vel í að þetta mál fengi góðan framgang. Ég vonast vissulega til þess, eins og ég sagði áður að þetta frumvarp eigi stuðning í öllum stjórnmálaflokkum sem starfa á hv. Alþingi og að málinu ljúki á þann farsæla hátt að hér setjum við efni þess í lög. Það kann auðvitað að vera við vinnslu í hv. nefnd að mönnum finnist eitthvað þurfa skoðunar við eða jafnvel komi einhverjar tillögur um breytingar. En ég tel að það sé nokkuð sem menn geti skoðað og að sjálfsögðu reyna menn að lenda málinu með þeim besta stuðningi sem fáanlegur er og með það að markmiði að málið náist fram.

Ég vil svo bara að lokum þakka þessa umræðu og legg til að frumvarpinu verði vísað til menntamálanefndar.