Græðarar

Mánudaginn 08. nóvember 2004, kl. 16:13:12 (1118)


131. löggjafarþing — 21. fundur,  8. nóv. 2004.

Græðarar.

246. mál
[16:13]

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt að þurfum auðvitað að senda málið út til umsagnar og fá álit fjölmargra. Þó svo að frumvarpsdrögin hafi verið send út mjög víða til umsagnar þurfum við engu að síður að fá umsagnir inn í nefndina. Það er einmitt fín ábending hjá hv. þingmanni að skoða það sérstaklega að fá löggiltar stéttir til að segja álit sitt eins og t.d. á 2. gr. Ég er alveg sannfærð um að við munum gera það í nefndinni að fá sem flesta að málinu og laga það sem við teljum að betur mætti fara í frumvarpinu. Síðan get ég ekki séð að neitt ætti að vera því til fyrirstöðu að við getum afgreitt málið úr nefndinni að því loknu því það er, eins og mér heyrist allir vera sammála um, hið þarfasta mál bæði fyrir almenning og þá sem veita þessa þjónustu.