Græðarar

Mánudaginn 08. nóvember 2004, kl. 17:00:55 (1133)


131. löggjafarþing — 21. fundur,  8. nóv. 2004.

Græðarar.

246. mál
[17:00]

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þar sem hæstv. ráðherra getur ekki svarað þessari spurningu þá vil ég hvetja hann til þess að hefja vinnu við að bjóða þennan möguleika inni á sjúkrahúsum. Þetta er bæði ódýrara og árangursríkara. Þar sem við erum núna að viðurkenna starfsemi t.d. græðara þá ættu auðvitað þeir sem veita húðflúr í lækningaskyni, eins og þeir sem byggja upp geirvörtur, að fá sambærileg réttindi og aðstöðu og græðararnir. Ég hvet hæstv. ráðherra til þess að taka þetta mál sérstaklega fyrir því ég veit að mjög margar konur hafa þurft að fara í þessa meðferð eftir krabbamein og brjóstnám. Þær bíða eftir svari frá hæstv. ráðherra um hvort hann muni viðurkenna þessa þjónustu húðflúrara inni á spítala, eins og þjónustu græðaranna.