Græðarar

Mánudaginn 08. nóvember 2004, kl. 17:05:41 (1137)


131. löggjafarþing — 21. fundur,  8. nóv. 2004.

Græðarar.

246. mál
[17:05]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er vissulega sjálfsagt að heilbrigðis- og trygginganefnd fari yfir þetta mál. Það er sjálfsagt að fara yfir þau sjónarmið. Ég er nú þeirrar skoðunar að þetta frumvarp muni ekki breyta miklu um þetta. Eins og var hér tíundað áðan vinna t.d. stofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði og Reykjalundur kannski svona til hliðar við þetta svið eða í tengslum við þessa þjónustu. En ég hef ekki trú á að það verði bylting í þessu. Það er verið að koma á skráningarkerfi fyrir þá sem vinna utan heilbrigðiskerfisins. Það held ég að verði stærstu áhrifin af þessu frumvarpi. En það er sjálfsagt að fara yfir málið.