Kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum

Föstudaginn 12. nóvember 2004, kl. 11:30:33 (1375)


131. löggjafarþing — 27. fundur,  12. nóv. 2004.

Kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum.

318. mál
[11:30]

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Væri það góð hugmynd fyrir svangan hund að éta á sér skottið? Ég held ekki. Hv. þm. er ekki að bjóða upp á neinar kjarabætur. Hann er að bjóða upp á tilfærslur og hann er að bjóða upp á skerðingu á lífeyrisréttindum.

Ég held að menn eigi að tala varlega um lífeyrisréttindi í þessum sal. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)

(Forseti (JBjart): Forseti biður gesti á áheyrendapöllum að trufla ekki þingfundinn.)