Kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum

Föstudaginn 12. nóvember 2004, kl. 12:00:06 (1386)


131. löggjafarþing — 27. fundur,  12. nóv. 2004.

Kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum.

318. mál
[12:00]

Margrét Frímannsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég spurði ekki um eftirlitsskylduna. Hún er öllum ljós. Ég spurði um fjármagnið sem þarf til að bæta upp þær kennslustundir sem grunnskólanemendur hafa tapað. Þar er um verulegan kostnað að ræða. Það eru ekki hreinar línur í tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem hefur mikið blandast í umræðuna. Ég vil fá hrein svör frá hæstv. ráðherra. Munu menntamálayfirvöld koma að því að leggja fram fjármagn til sveitarfélaganna til að hægt sé að bæta þetta að fullu?